Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
   þri 15. október 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sveinn Óli yfirgefur Þrótt R. (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Sveinn Óli Guðnason hefur ákveðið að yfirgefa Þrótt R. eftir að samningur hans við uppeldisfélagið rann út í sumar.

Sveinn Óli er 24 ára gamall með rúma 80 keppnisleiki að baki fyrir meistaraflokk Þróttar.

„Sveinn Óli hefur fyrir utan að leika með félaginu alltaf verið boðinn og búinn til starfa fyrir Þrótt og verið mikill og góður félagsmaður og það gildir reyndar um alla hans fjölskyldu ekki síður," segir meðal annars í tilkynningu frá Þrótti.

„Við óskum Sveini Óla alls hins besta og sjáum hann vonandi í búningi Þróttar aftur."

Sveinn lék aðeins einn leik með Þrótti í Lengjudeildinni í sumar eftir að hafa spilað 15 leiki í fyrrasumar og 21 sumarið þar á undan. Hann missti byrjunarliðssætið til Þórhalls Ísaks Guðmundssonar.

Þórhallur Ísak, fæddur 1999, gekk til liðs við Þrótt R. fyrir sumarið eftir að hafa skipt síðustu sumrum á milli þess að verja markið hjá Þrótti Vogum og ÍH, en Þórhallur er uppalinn hjá FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner