Sky í Þýskalandi er meðal fjölmiðla sem greina frá því að Thomas Tuchel mun taka við enska landsliðinu eftir áramót.
Tuchel gerir 18 mánaða samning við fótboltasambandið og mun samningurinn því enda eftir HM 2026 í Norður-Ameríku.
Þetta þýðir að Lee Carsley mun stýra enska landsliðinu til áramóta og verður hann því við stjórnvölinn í næsta landsleikjahléi í nóvember, þegar England spilar síðustu tvo leiki sína við Grikkland og Írland í deildakeppni Þjóðadeildarinnar.
Tuchel, sem hefur þjálfað Chelsea, PSG og FC Bayern á undanförnum árum, er sagður taka við 1. janúar.
15.10.2024 18:52
Tuchel tekur við enska landsliðinu
Athugasemdir