Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. desember 2019 07:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mourinho ætlar ekki að hvíla Kane í jólatörninni
Það verður nóg að gera hjá Jose Mourinho um hátíðarnar.
Það verður nóg að gera hjá Jose Mourinho um hátíðarnar.
Mynd: Getty Images
Eins og alltaf þá er mikið álag á liðunum í ensku úrvalsdeildinni yfir hátíðarnar, þar er Tottenham að sjálfsögðu engin undantekning.

Jose Mourinho knattspyrnustjóri Tottenham hefur gefið það út að Harry Kane muni ekki fá neina hvíld yfir hátíðarnar þrátt fyrir mikið álag. Kane er í raun eini alvöru framherjinn í leikmannahópi Tottenham fyrir utan táninginn Troy Parrott.

„Þetta er sá tími sem spilað er mjög þétt og ætla ég að gefa honum (Kane) hvíld þann 26. desember þegar það er annar leikur eftir tvo daga. Nei er svarið við því, ég ætla ekki að hvíla hann," sagði Mourinho um markahæsta leikmanna Tottenham liðsins.

Frá 22. desember til 1. janúar mætir Tottenham, Chelsea, Brighton, Norwich og Southampton.

Tottenham heimsækir Wolves í dag, flautað verður til leiks klukkan 14:00.
Athugasemdir
banner