Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   lau 16. janúar 2021 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Football Espana 
Mourinho við Bale: Viltu vera hér eða hjá Real og spila ekki neitt?
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, skaut á Gareth Bale á æfingasvæðinu á dögunum.

Bale er á láni hjá Tottenham frá Real Madrid en hann hefur lítið gert fyrir Tottenham á tímabilinu. Hinn 29 ára gamli Bale hefur aðeins spilað í fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur bæði glímt við meiðsli og veikindi á þessu tímabili.

Mourinho vill greinilega sjá meira frá Bale því það náðist upptaka af honum að ræða við hann á æfingasvæðinu.

Þar sagði Mourinho: „Viltu frekar vera hér eða hjá Real Madrid og spila ekkert?"

Hér að neðan má sjá myndbandið.


Athugasemdir