Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 16. janúar 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KF framlengir við marga leikmenn
Grétar Áki í leik með KF.
Grétar Áki í leik með KF.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Knattsspyrnufélag Fjallabyggðar hefur endursamið við átta leikmenn félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningum frá félaginu.

Fyrst tilkynnti félagið um framlengingu á samningum við Grétar Áka Bergsson, Þorstein Má Þorvaldsson, Hrannar Snæ Magnússon og Bjarka Baldursson.

Allir hafa þeir spilað allan sinn meistaraflokksferil með KF, fyrir utan Bjarka sem lék eitt sumar með Tindastóli.

„Þessir menn hafa verið mikilvægur partur af uppbyggingu félagsins undanfarin ár og er mikil ánægja innan félagsins að halda þessum mönnum í okkar röðum!" segir í tilkynningu frá KF.

Þá var tilkynnt um það á föstudaginn að fjórir aðrir leikmenn hefðu endursamið: Jón Frímann Kjartansson, Helgi Már Kjartansson, Ljubomir Delic og Marinó Snær Birgisson.

Jón Frímann og Helgi Már eru ungir bræður sem litla sem enga reynslu með meistaraflokki, en Ljubomir og Marinó Snær eru aðeins reynslumeiri. Ljubomir hefur spilað með KF frá 2017 og Marinó Snær hefur leikið hjá félaginu frá 2020. Þar áður lék hann fyrir Magna og Fjarðabyggð.

„Mikil ánægja er hjá Félaginu að hafa þessa leikmenn áfram í okkur röðum," segir í tilkynningu KF.

KF kom á óvart í fyrra og hafnaði í fimmta sæti 2. deildar eftir að hafa verið lengi vel í baráttunni um efstu tvö sætin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner