Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. febrúar 2021 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári: Thiago glataður varnarmaður
Thiago á æfingu hjá Liverpool.
Thiago á æfingu hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Thiago hefur ekki átt sérlega góða innkomu í lið Liverpool á þessari leiktíð.

Rætt var um frammistöðu hans til þessa í síðasta þætti af Vellinum á Síminn Sport.

„Eins góður og Thiago er í fót­bolta, það er æðis­legt að horfa á hann með bolt­ann, en hann er glataður varn­ar­maður," sagði Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og fyrrum leikmaður Barcelona og Chelsea.

„Hann brýtur svo oft af sér, hann stígur svo oft seint út og það er spilað í kringum hann. Það er eins og hann hafi ekki alveg orkuna í hraðann í enska boltanum."

„Gæinn varð Evrópumeistari á síðasta tímabili með Bayern München þar sem þú þarft að hlaupa mikið, ekki það að hann spilaði alla leikina. Hann verður ekki slæmur leikmaður á nokkrum mánuðum, eigum við ekki að gefa honum smá tíma?" sagði Gylfi Einarsson.

Thiago er að spila með Liverpool núna gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni og er staðan enn markalaus.


Athugasemdir
banner
banner