Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 16. febrúar 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grét næstum því eftir að hafa lesið skilaboð frá Sir Alex um Morrison
Morrison þótti eitt sinn mjög efnilegur.
Morrison þótti eitt sinn mjög efnilegur.
Mynd: Getty Images
Morrison og Jesse Lingard á þeirra yngri árum.
Morrison og Jesse Lingard á þeirra yngri árum.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Ravel Morrison hefði getað orðið einn besti fótboltamaður í heimi en það hefur lítið sem ekkert orðið úr ferli hans.

Þegar hann var 14 ára gamall sagði Sir Alex Ferguson, þáverandi stjóri Manchester United, að Morrison væri einn hæfileikaríkasti leikmaður sem hann hefði séð á því aldursbili. En Morrison spilaði bara þrjá aðalliðsleiki með Man Utd áður en hann fór til West Ham árið 2012.

Níu árum síðar mætti Morrison í hlaðvarpsþátt Rio Ferdinand, fyrrum varnarmanns Man Utd, þar sem fóru um víðan völl saman.

Ferdinand ákvað að senda skilaboð á Sir Alex áður en Morrison mætti í þáttinn.

„Sendu mínar bestu kveðjur til hans," skrifaði Ferguson og talaði um það að Morrison hefði alltaf náð að skapa pláss og tíma sem leikmaður, hann hefði alltaf verið til í að fá boltann.

„Annað við Ravel sem ég hef alltaf mikils metið, sem enginn annar leikmaður gerði eftir fyrsta leik sinn, var að hann kom á skrifstofuna til mín eftir fyrsta leik sinn og gaf mér bréf þar sem hann þakkaði mér fyrir. Það kom mér mjög á óvart, Rio."

„Strákurinn er með gott hjarta. Bakgrunnur hans hafði mikil áhrif á hann."

Ferdinand segist nánast hafa grátið eftir að hafa lesið skilaboðin frá Ferguson um Morrison, sem hefur ekki náð miklum hæðum á sínum ferli eftir þennan fyrsta leik með Man Utd þegar hann var 17 ára. Morrison er í dag 28 ára.

Stal skóm frá Ferdinand og Rooney
Morrison átti í vandræðum utan fótboltans og talar hann um það í hlaðvarpinu að hann hafi lent í slæmum félagsskap.

„Ef ég gæti farið aftur í tímann þá myndi ég breyta 90 prósent af lífi mínu," segir Morrison.

Hann segir einnig frá því að hann hafi stolið takkaskóm frá eldri leikmönnum til þess að geta borgað fyrir mat fyrir fjölskyldu sína.

„Ég var ungur og var ekki að fá mikið borgað. Ég gat fengið 250 pund fyrir skópar. Ég var vanur að taka tvö skópör, fá 500 pund fyrir það og kaupa kínverskan mat fyrir fjölskyldu mína. Þið fenguð alltaf 30 pör af skóm eða eitthvað. Ég vildi ekki vera til vandræða en ég hugsaði með mér að þetta gæti sett mat á borðið heima þegar þú eða (Wayne) Rooney fenguð sendingar af skóm," sagði Morrison.

Morrison hefur komið víða við á ferli sínum en var síðast á mála hjá ADO Den Haag í Hollandi. Hann er núna án félags.


Athugasemdir
banner
banner
banner