Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 16. febrúar 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Kostar Tottenham rúma 6 milljarða að reka Mourinho
Jose Mourinho
Jose Mourinho
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur þyrfti að greiða 6,2 milljarða til að rifta samningnum við portúgalska knattspyrnustjórann Jose Mourinho en þetta kemur fram í The Athletic.

Mourinho tók við Tottenham í nóvember árið 2019 en samningurinn er í gildi til 2023.

Portúgalinn er með 15 milljónir punda í árslaun en gengi liðsins hefur verið afar slakt upp á síðkastið og situr liðið nú í 9. sæti deildarinnar, þó aðeins fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.

Tottenham er komið í úrslitaleik enska deildabikarsins en liðið mætir Manchester City þann 25. apríl.

Ef Tottenham ætlaði sér að reka Mourinho frá félaginu þá þyrfti það að greiða Mourinho 35 milljónir punda.

Tottenham hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum liðsins en liðið er úr leik í enska bikarnum eftir dramatískt 5-4 tap gegn Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner