Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 16. febrúar 2021 16:30
Magnús Már Einarsson
Neville valdi fimm bestu kaupin í sögu Manchester United
Gary Neville, sérfræðingur Sky Sports og fyrrum varnarmaður Manchester United, valdi í gærkvöldi fimm bestu kaup United frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992.

Neville spilaði með öllum leikmönnunum á listanum en hann valdi Eric Cantona sem bestu kaupin hjá United.

Cantona varð fjórum sinnum enskur meistari á fimm tímabilum með United.

Allir leikmennirnir fimm á lista Neville urðu enskir meistarar þrívegis eða oftar með Manchester United.

Topp fimm kaup
1. Eric Cantona: 1,2 milljónir punda frá Leeds árið 1992
2. Roy Keane; 3,7 milljónir punda frá Nottingham Forest árið 1993.
3. Cristiano Ronaldo: 12 milljónir punda frá S. Lisabon árið 2003
4. Wayne Rooney: 27 milljónir punda frá Everton árið 2004
5. Nemanja Vidic; 7 milljónir punda frá Spartak Moskvu árið 2006
Athugasemdir
banner
banner