Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 16. febrúar 2021 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu myndir: Átti "fyrsta mark" Liverpool að standa?
Liverpool vann sanngjarnan sigur á RB Leipzig í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Leikurinn í kvöld fór fram í Ungverjalandi út af ströngum reglum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn, en var skráður sem heimaleikur Leipzig.

Liverpool vann að lokum 2-0 en lokatölur hefðu mögulega átt að vera 3-0 þar sem Liverpool skoraði mark sem var dæmt ógilt í fyrri hálfleiknum.

Dayot Upamecano reyndi að skýla boltanum út fyrir en Sadio Mane komst í boltann og setti hann á Roberto Firmino sem skoraði.

Dómarinn dæmdi hins vegar markið af þar sem honum þótti boltinn vera farinn út af. Það er hins vegar ansi erfitt að sjá hvort boltinn hafi allur verið farinn út af.

Hér að neðan má sjá myndir. Hvað finnst þér?


Athugasemdir
banner