Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. mars 2023 14:09
Elvar Geir Magnússon
Á leið í bann fyrir brot á veðmálareglum en valinn í enska landsliðið
Ivan Toney er í enska landsliðinu.
Ivan Toney er í enska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire, varnarmaður enska landsliðsins.
Harry Maguire, varnarmaður enska landsliðsins.
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands hefur valið Ivan Toney í leikmannahóp sinn fyrir leiki gegn Ítalíu og Úkraínu í undankeppni EM 2024.

Toney, sem er 27 ára, er næstmarkahæsti Englendingur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili með 16 mörk.

Hann á hinsvegar yfir höfði sér leikbann fyrir að hafa brotið reglur um veðmálanotkun.

Harry Maguire er valinn en Trent Alexander-Arnold er enn úti í kuldanum hjá Southgate. Ekki er pláss heldur fyrir Ollie Watkins eða Jadon Sancho.

Markverðir: Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Newcastle), Aaron Ramsdale (Arsenal)

Varnarmenn: Ben Chilwell (Chelsea), Eric Dier (Tottenham), Marc Guehi (Crystal Palace), Reece James (Chelsea), Harry Maguire (Manchester United), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), Kieran Trippier (Newcastle United), Kyle Walker (Manchester City)

Miðjumenn: Jude Bellingham (Borussia Dortmund), Conor Gallagher (Chelsea), Jordan Henderson (Liverpool), James Maddison (Leicester City) Mason Mount (Chelsea), Kalvin Phillips (Manchester City), Declan Rice (West Ham)

Sóknarmenn: Phil Foden (Manchester City), Jack Grealish (Manchester City), Harry Kane (Tottenham), Marcus Rashford (Manchester United), Bukayo Saka (Arsenal), Ivan Toney (Brentford)
Athugasemdir
banner
banner
banner