Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. mars 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emil núna í fullu starfi hjá FH - „Er með mikla ástríðu fyrir þessu"
Emil Pálsson.
Emil Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Emil í leik með FH.
Emil í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil Pálsson þurfti að leggja skóna á hilluna í fyrra eftir að hafa tvisvar farið í hjartastopp. Emil var þá atvinnumaður í Noregi en hann er fluttur aftur heim til Íslands núna.

Emil er í dag í fullu starfi hjá sínu gamla félagi FH. Hann er að þjálfa í yngri flokkunum og er einnig að sinna greiningarvinnu fyrir meistaraflokk ásamt gömlum liðsfélaga, Atla Guðnasyni.

„Ég er kominn á fullt í þjálfun hjá FH og er að finna mig mjög vel í því," sagði Emil í samtali við Fótbolta.net á dögunum.

„Ég er að þjálfa 3. og 4. flokk karla. Ég er að þjálfa 3. flokk með Tommy Nielsen sem er geggjað. Hann getur kennt mér mikið, sérstaklega þegar kemur að varnarleik."

„Ég var ekki viss um það hvort þetta væri það sem ég vildi gera, en ég ákvað að prófa þetta. Ég er heppinn að hafa félag eins og FH á bak við mig. Ég er síðan í greiningarteymi fyrir meistaraflokkinn. Ég þrífst mjög vel í því og það er nóg að gera á daginn."

„Ég er með mikla ástríðu fyrir þessu, að þjálfa. Besta staðfestingin á því er að þegar ég ligg á koddanum á kvöldin þá er ég að hugsa um taktík fyrir 4. flokks strákana mína. Það er góð staðfestingin á því að maður er 'all-in' í þessu."

Greiningarteymið er nýtt starf innan FH. „Ég kynntist þessu í Noregi að þá var verið að gera þetta mikið fyrir liðið og fyrir einstaka leikmenn. Ég fann það sjálfur að þetta var eitthvað sem hjálpaði mér mikið sem leikmanni, að setjast niður með þjálfara þar sem verið er að sýna þér 5-6 klippur úr leiknum sem þú varst að spila daginn áður - það sem þú varst að gera vel og það sem þú getur gert betur."

„Atli er algjör séni, er búinn að vera stærðfræðikennari lengi. Hann er meira gagnadrifinn. Hann er meira að kafa í gögnin og vinna með þau. Á meðan einbeiti ég mér meira á klippurnar og leikina, að vera á leikjunum og svoleiðis. Þetta er gott samstarf sem við erum að reyna að þróa."

Hægt er að hlusta á allt spjallið í spilaranum hér fyrir neðan þar sem Emil ræðir meira um starf sitt hjá FH. Hann stefnir á að þjálfa í meistaraflokki á næstu árum.

Sjá einnig:
Var blaut tuska í andlitið en endaði á að vera eitt mesta gæfusporið
Að halda lífi eða halda áfram í fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner