Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 16. mars 2023 15:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
ÍBV sjaldan litið betur út á þessum árstíma - „Þetta er ótrúlega vel gert"
ÍBV hefur verið að leika vel á undirbúningstímabilinu.
ÍBV hefur verið að leika vel á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leik hjá ÍBV á undirbúningstímabilinu.
Úr leik hjá ÍBV á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Liðið er á allt öðrum stað en á sama tíma í fyrra, við erum á töluvert betri stað í ár," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fótbolta.net á dögunum.

Það er óhætt að segja það að ÍBV hafi sjaldan litið betur út á þessum árstíma. Liðið vann alla fjóra leiki sína í riðlakeppni Lengjubikarsins og mætir KA í undanúrslitunum. Þeir lögðu meðal annars Breiðablik á Kópavogsvelli í riðli sínum.

„Þeir voru að koma úr æfingaferð. Þeir mættu síðan og pressuðu FH, rúlluðu yfir þá, unnu Leikni og svo Selfoss - allt á einni viku. Þeir voru nýlentir úr æfingaferðinni þegar þeir mættu FH," sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag er rætt var um ÍBV.

„Hvenær hefur ÍBV gert þetta í mars?" spurði Tómas Þór Þórðarson en oft hefur verið mikið rót á liðinu í Vestmannaeyjum. Staðan er ansi góð núna virðist vera.

„Þetta er ótrúlega vel gert og ég held að enginn hafi átt von á þessu," sagði Ingólfur Sigurðsson og bætti við: „Í upphafi móts í fyrra vorum við að gagnrýna þá fyrir að vera ekki í standi. Hvíti liturinn á treyjunni getur verið hættulegur þegar maður er með smá aukalega á sér... þetta er mjög vel gert, hvernig þeir hafa komið til leiks. Maður er mjög spenntur að sjá hvernig þeir mæta til leiks í Íslandsmótið."

„Þeir eru með einn besta, ef ekki besta miðvörð deildarinnar. Þeir eru komnir alvöru markvörð og eru spennandi. Þeir eru með Alex Frey og góða uppalda menn."

„Hemmi Hreiðars á skilið risa hrós fyrir það hvernig hann hefur haldið utan um þetta," sagði Ingó líka en Hermann er á leið í sitt annað tímabil sem þjálfari þessa liðs.

„Þetta eru einhver mest 'impressive' leikir sem maður hefur séð frá ÍBV í vetrarmótum," sagði Tómas en þeir bættu við að það væri ekki mikil breidd hjá liðinu og það gæti mögulega komið í bakið á liðinu ef þeir lenda í skakkaföllum.

Það er gaman að sjá þá
Líkt og áður segir þá spilar ÍBV við KA í undanúrslitum Lengjubikarsins en sá leikur fer fram í Akraneshöllinni um helgina. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, býst við erfiðum leik.

„Ég er búin að skoða leikina hjá ÍBV og það er gaman að sjá þá, þeir eru á flottum stað og góð stemning í liðinu. Þeir voru hörkuflottir í síðasta leik sem ég sá. Þeir unnu alla leikina sem er gríðarlega vel gert. Okkur hlakkar til að mæta þeim," sagði Hallgrímur og hvatti fólk til að koma að horfa á leikinn á Akranesi.

Hægt verður að hlusta á viðtalið við Hallgrím í heild sinni í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag. Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn frá því um síðustu helgi í spilaranum hér fyrir neðan.

Undanúrslitin á laugardag:
14:00 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
16:05 ÍBV-KA (Akraneshöllin)
Hemmi Hreiðars: Erum á töluvert betri stað en fyrir ári
Ánægður að hafa farið til Eyja - „Kom mér á óvart hvað það er haldið vel utan um þetta"
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra og vangaveltur um landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner