
Messi mun eiga fyrir salti í grautinn ef hann fer til Sádi-Arabíu. Hann er í slúðurpakka dagsins ásamt Alvarez, Pogba, Gundogan, Brandt, Loftus-Cheek, Benzema og fleirum.
Argentínska framherjanum Lionel Messi (35) mun bjóðjast 193 milljónir punda á ári fyrir að fara til félags í Sádi-Arabíu þegar samningur hans við Paris St-Germain rennur út í sumar. (Marca)
Julian Alvarez (23), argentínski heimsmeistarinn hjá Manchester City, mun skrifa undir nýjan samning við City til 2028. (Mail)
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba (30) vill vera áfram hjá Juventus á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa bara spilað 35 mínútur í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili vegna meiðsla. (90min)
Xavi stjóri Barcelona hefur rætt við þýska miðjumanninn Ilkay Gundogan (32) en samningur leikmannsins við Manchester City rennur út í sumar. (AS)
Borussia Dortmund gæti boðið þýska vængmanninum Julian Brandt (26) nýjan samning til að fæla frá áhuga Arsenal og Tottenham. (Sport Bild)
Manchester United gæti gert 105 milljóna punda tilboð í franska framherjann Randal Kolo Muani (24) hjá Eintracht Frankfurt. (Sport Bild)
Chelsea hefur áhuga á franska miðjumanninum Manu Kone (21) hjá Borussia Mönchengladbach en Paris St-Germain hefur einnig áhuga. (Sun)
Chelsea er opið fyrir því að selja enska miðjumanninn Ruben Loftus-Cheek (27) í sumar. Auk fimm enskra úrvalsdeildarfélaga hafa AC Milan og Roma áhuga. (Football Insider)
West Ham íhugar að gera tilboð í þýska landsliðssóknarmanninn Niclas Fullkrug (30) hjá Werder Bremen. (Sport Bild)
Newcastle, Aston Villa, Wolves og Leeds United hafa áhuga á að fá portúgalska varnarmanninn Raphael Guerreiro (29) þegar samningur hans við Borussia Dortmund rennur út í sumar. (90min)
Enski miðjumaðurinn Harry Winks (27) segir að enginn hjá Tottenham hafi haft samband við sig á meðan hann er hjá Sampdoria á láni. (Gazzetta dello Sport)
Fulham fylgist með franska miðjumanninum Edouard Michut (20) sem er á láni hjá Sunderland frá Paris St-Germain. (Fabrizio Romano)
Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti (30) íhugar framtíð sína hjá Paris St-Germain eftir nýlega gagnrýni. Félagið hefur ekki í hyggju að selja hann. (Calciomercato)
Karim Benzema (35), franski sóknarmaðurinn, hefur samþykkt nýjan samning við Real Madrid. (L'Equipe)

Athugasemdir