Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 16. mars 2023 17:00
Elvar Geir Magnússon
Segir vini og fjölskyldu Toney eiga hrós skilið
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Ivan Toney var valinn í enska landsliðshópinn sem er að fara að mæta Ítalíu og Úkraínu í undankeppni EM 2024.

„Ég er virkilega stoltur og samgleðst honum. Hann á þetta svo sannarlega skilið," segir Thomas Frank, stjóri hans hjá Brentford. Frank vill sjálfur ekki eigna sér mikinn heiður af landsliðsvalinu.

„Ég þekki ekki marga leikmenn sem eru með hugarfar eins og hann, það er mikið í gangi hjá honum en hann hefur náð að einbeita sér að því mikilvægasta sem er það sem gerist á grasinu."

Toney á yfir höfði sér leikbann fyrir að hafa brotið reglur um veðmálanotkun.

„Við fengum tölvupóst í morgun frá enska fótboltasambandinu. Ég fór beint niður til að tala við Ivan. Ég óskaði honum til hamingju en hann vissi ekki með hvað. Ég veit ekki hversu erfitt þetta hefur verið fyrir hann en ég hef séð hversu vel hann hefur spilað. Hann hefur ótrúlega einbeitingu," segir Frank.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner