Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. apríl 2021 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Gæti ekki verið meira sama um það sem Pogba segir
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
„Það er of snemmt að segja. Hann fyrir einhverju en ég ætla að vera bjartsýnn," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, um meiðsli Harry Kane, í 2-2 jafnteflinu gegn Everton í kvöld.

Kane skoraði tvennu í leiknum, líkt og Gylfi Þór Sigurðsson, en gat ekki klárað leikinn vegna meiðsla. Hann fór út af undir lokin.

Það er vonandi fyrir Tottenham og enska landsliðið að þessi meiðsli séu ekki alvarleg.

„Ég ætla að vera bjartsýnn og trúa því að þetta sé ekki alvarlegt. Hann er auðvitað mikilvægur leikmaður fyrir okkur, það er meira en augljóst."

„Mér fannst þetta var leikur tveggja liða sem eru mjög svipuð. Þetta eru tvö lið sem geta skorað en líka fengið mörk á sig. Þetta var góður leikur þar sem bæði lið reyndu að vinna og líklega eru þetta sanngjörn úrslit."

Mourinho var spurður út í vítaspyrnuna sem Everton fékk en Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr henni. „Það er mjög erfitt fyrir VAR að fara gegn ákvörðun dómarans. Þetta er búið og dómarinn tók ákvörðunina."

Sá portúgalski var þá spurður út í ummæli sem Paul Pogba lét falla í dag. Mourinho var stjóri Manchester United þegar Pogba var gerður að dýrasta leikmanni heims. Samband þeirra tveggja var þó stormasamt áður en Mourinho var rekinn 2018 og Ole Gunnar Solskjær ráðinn.

„Samband mitt við Ole er öðruvísi því hann fer ekki upp á móti leikmönnum. Menn eru ekki lengur settir til hliðar og látið eins og þeir séu ekki lengur til. Ég tel að það sé stærsti munurinn á Mourinho og Ole," sagði Pogba.

Mourinho var beðinn um að svara því eftir leikinn í kvöld. „Mér gæti ekki verið meira sama um það sem hann segir. Ég hef engan áhuga á því."

Tottenham er í sjöunda sæti með 50 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner