Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 16. apríl 2024 20:06
Ívan Guðjón Baldursson
Eggert Aron missir þjálfarann til Aberdeen (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Elfsborg
Aberdeen hefur staðfest ráðningu á Jimmy Thelin sem nýjum aðalþjálfara liðsins. Hann mun yfirgefa Elfsborg í sumar til að flytja til Skotlands.

Eggert Aron Guðmundsson er samningsbundinn Elfsborg næstu árin og er Andri Fannar Baldursson á lánssamningi sem gildir þar til í sumar.

Eggert Aron missir því nýja þjálfarann sinn skömmu eftir að hafa skrifað undir samning við Elfsborg, en Thelin hefur gert frábæra hluti við stjórnvölinn hjá Elfsborg á síðustu sex árum.

Liðið rétt tapaði titilbaráttunni gegn Malmö í fyrra en er aðeins komið með fjögur stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju deildartímabili.

Aðstoðarþjálfararnir Christer Persson og Emir Bajrami munu fylgja Thelin til Skotlands, þar sem Aberdeen hefur verið í miklu basli á tímabilinu.

Aberdeen er í óvæntri fallbaráttu og var í fallsæti þar til fyrir stuttu, en liðinu hefur tekist að sigra tvo og gera tvö jafntefli í síðustu fjórum leikjum sínum til að styrkja stöðuna.

Thelin vonast til að liðinu takist að halda sér uppi í efstu deild, en hann gerir þriggja ára samning við Aberdeen og segist vera gríðarlega spenntur fyrir nýju verkefni.


Athugasemdir
banner
banner