Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   þri 16. apríl 2024 09:10
Elvar Geir Magnússon
Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri
Powerade
Rayan Ait-Nouri.
Rayan Ait-Nouri.
Mynd: Getty Images
Adarabioyo er eftirsóttur.
Adarabioyo er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Benjamin Sesko.
Benjamin Sesko.
Mynd: EPA
Velkomin í slúðurpakkann. Ait-Nouri, Adarabioyo, Kelly, Gyökeres, Inacio, Sesko, Lampard. BBC tók saman það helsta úr miðlunum.

Manchester City hefur hafið viðræður við Wolves um möguleg kaup á alsírska vængbakverðinum Rayan Ait-Nouri (22). (Football Transfers)

Tottenham hefur gert Tosin Adarabioyo (26), leikmanni Fulham, tilboð og reynir að skáka Manchester United í baráttunni um enska varnarmanninn. (Teamtalk)

Newcastle United er að skoða möguleikann á að fá Adarabioyo ásamt Lloyd Kelly (25) miðverði Bournemouth en samningar beggja leikmanna renna út í sumar. (Telegraph)

Manchester United hefur áhuga á Viktor Gyökeres (25), leikmanni Sporting Lissabon, en óttast að Liverpool gæti eyðilagt möguleika sína á að fá sænska framherjann. (HITC)

Barcelona hefur hafnað tilboði ónefnds úrvalsdeildarfélags í brasilíska kantmanninn Raphinha (27). (Diario Sport)

Liverpool getur keypt portúgalska miðvörðinn Goncalo Inacio (22) frá Sporting Lissabon fyrir 40 milljónir punda. (Football Insider)

Liverpool horfir til markvarðarins Anthony Patterson (23) hjá Sunderland sem hugsanlegan staðgengil fyrir Caoimhin Kelleher (25). (Mail)

Newcastle United setur aukna áherslu á að fá Benjamin Sesko (20), leikmann RB Leipzig, og reynir að skáka Manchester United og Chelsea í baráttunni um slóvenska framherjann. (Teamtalk)

West Ham hefur sent fyrirspurn varðandi gríska framherjann Fotis Ioannidis (24) hjá Panathinaikos. (Football Insider)

West Ham hefur einnig sýnt Juan Miranda (24), leikmanni Real Betis, áhuga en Brentford, Crystal Palace og Wolves eru líka áhugasöm um spænska vinstri bakvörðinn. (HITC)

Chelsea hefur nýtt ákvæði um framlengingu á samningum við argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez (23) og úkraínska kantmanninn Mykhailo Mudryk (23) um eitt ár til viðbótar. (Sun)

AC Milan horfir til Sofyan Amrabat (27) miðjumanns Fiorentina sem er í láni hjá Manchester United. (Rudy Galetti)

Enski hægri bakvörðurinn Djed Spence (23) hjá Tottenham, sem er núna á láni hjá Genoa, er einn af þeim leikmönnum sem búist er við að fari frá Lundúnafélaginu í sumar. (Football Insider)

Manchester City er eitt af þeim evrópsku félögum sem fylgjast með Cardoso Varela (15), kantmanni unglingaliðs Porto. (Foot Mercato)

Frank Lampard, fyrrverandi stjóri Chelsea og Everton, hefur hefur ekki áhuga á að verða nýr þjálfari karlalandsliðs Kanada. (Telegraph)

Bayern München vill að Julian Nagelsmann, stjóri Þýskalands og fyrrverandi stjóri félagsins, snúi aftur til félagsins í stað Thomas Tuchel sem er á förum eftir tímabilið. (Sky Sport Þýskaland)
Athugasemdir
banner
banner