Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. maí 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Efast um hæfni markvarðarþjálfarans sem fékk Rúnar Alex
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var skrifuð áhugaverð grein um mennina sem eru að reyna að koma Arsenal aftur á toppinn í The Athletic í síðustu viku.

Þetta hefur ekki verið gott tímabil fyrir Arsenal en þó virðist Mikel Arteta ætla að halda áfram sem stjóri liðsins.

Það segir í greininni að Arteta er enn með stuðning frá leikmannahópnum í heild en nokkrir leikmenn hafi það í hyggju að fara frá félaginu í sumar. Þar má meðal nefna David Luiz, Willian, Bernd Leno, Granit Xhaka og Hector Bellerin.

Arteta hefur núna stýrt Arsenal frá því í desember 2019 en þetta er fyrsta aðalþjálfarastarf hans. Hann var áður aðstoðarþjálfari Manchester City. Það hafa ákveðnar spurningar vaknað um Areta og ákvarðanir sem hann tekur. Fram kemur að ráðningar hans á þjálfarateymi hafi vakið upp spurningar, þá sérstaklega er markvarðarþjálfarinn Inaki Cana nefndur. Cana var ástæðan fyrir því að Rúnar Alex Rúnarsson var keyptur til Arsenal.

„Trúverðugleiki markvarðaþjálfara hans, Inaki Cana, skaðaðist þegar hann góð meðmæli um Rúnar Alex Rúnarsson sem hefur hingað til verið lítið notaður og slakur þegar hann hefur komið við sögu. Leno hefur þá verið slakur undanfarið og eru áhyggjur meðal leikmanna um hæfni Cana fyrir hlutverkið," segir í grein The Athletic.

Cana vann með Rúnari Alex hjá Nordsjælland í Danmörku og ráðlagði hann Arteta að fá íslenska markvörðinn inn sem varamarkvörð. Rúnar er núna þriðji markvörður á eftir Mat Ryan sem er í láni frá Brighton.

Hægt er að lesa grein The Athletic um Arsenal með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner