Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
   mán 16. maí 2022 11:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp: Býst ekki við því að City tapi stigum
Mynd: EPA
„Ég veit ekki hvenær City tapaði síðast stigum í tveimur leikjum í röð. Aston Villa þarf að spila leik í miðri viku og liðið er ekki vant því," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á blaðamannafundi í dag.

Liverpool spilar á morgun við Southampton og þarf á sigri að halda til að auka möguleika sína á að verða Englandsmeistari. Sem stendur er Liverpool fjórum stigum á eftir Manchester City í baráttunni um efsta sæti deildarinnar og leikurinn á morgun er leikur sem Liverpool á til góða.

Manchester City gerði jafntefli gegn West Ham í gær sem gerir það að verkum að Liverpool þarf að vinna sína leiki og treysta á að Aston Villa taki stig af City í lokaumferðinni næsta sunnudag. Sigri City í lokaumferðinni þá verður liðið Englandsmeistari annað tímabilið í röð.

Eins og Klopp kemur inn á þá á Aston Villa leik í miðri viku, gegn Burnley á fimmtudag. Það er eðlilegt að Klopp muni ekki eftir því hvenær City tapaði síðast stigum í tveimur deildarleikjum í röð. Það gerðist síðast í desember 2020, fyrir einu og hálfu ári síðan. Þá gerði liðið jafntefli gegn Manchester United á útivelli og svo jafntefli gegn WBA á heimavelli.

„City er gott fótboltalið og ég býst ekki við því að þeir tapi stigum gegn Villa. En það hefur engin áhrif á okkar leik á morgun. Ef að hlutirnir ganga upp þá förum við inn í lokaumferðina stigi á eftir City," sagði Klopp.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner