Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 11:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erfitt verkefni fyrir höndum sama hvort Valur vinni Króatana eða ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur mun mæta Omonia Nicosia í annarri umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar ef Íslandsmeisturunum tekst að leggja Dinamo Zagreb að velli í fyrstu umferð.

Tapi liðið gegn Zagreb fer liðið í Sambandsdeildina, Conference League. Þar mætir liðið liðinu sem tapar í einvígi Bodö/Glimt og Legia Varsjá.

Ljóst er að Val bíður verðugt verkefni í næstu umferð sama hvort liðið fari áfram í forkeppni Meistaradeildarinnar eða tapi og fari í 2. umferðina í Sambandsdeildinni.

Fyrri leikur Vals gegn Dinamo Zagreb verður í Króatíu annað hvort 6. eða 7. júlí og seinni leikurinn verður á Origo vellinum annað hvort 13. eða 14. júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner