Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 15:22
Ívan Guðjón Baldursson
Hollenskur miðvörður til Ólafsvíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víkingur Ólafsvík var að tryggja sér hollenskan miðvörð sem mun leika með liðinu seinni hluta Íslandsmótsins.

Cerezo Hilgen er 27 ára gamall og hefur leikið fyrir félög í Albaníu, Grikklandi og Nýja-Sjálandi.

Cerezo ætti að vera klár í slaginn þegar glugginn opnar í lok júní og eru Ólafsvíkingar spenntir fyrir varnarmanninum. Hann á að styrkja vörn Víkinga sem sitja neðstir í Lengjudeildinni með eitt stig eftir sex umferðir.

„Við lögðum mikla vinnu í að skoða þennan leikmann. Við höfum fylgst með þessum leikmanni í nokkurn tíma og átt við hann góð samtöl. Ég hef fulla trú á því að Cerezo komi til með að styrkja okkur og gera okkur að betra liði, innan sem utan vallar," segir Gunnar Einarsson, þjálfari Víkings.

Í færslu Víkings segir fleiri fréttir af leikmannamálum Víkings Ó. væntanlegar á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner