Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. júní 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rose til Watford (Staðfest) - Spilaði tvo varaliðsleiki í vetur
Mynd: Getty Images
Danny Rose er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Watfodr og mun því leika með liðinu á komandi leiktíð.

Watford endaði í 2. sæti Championship-deildarinnar í vetur og leikur því í úrvalsdeildinni á komandi leiktíð.

Rose var samningslaus hjá Tottenham og kom því á frjálsri sölu til Watford. Rose æfði með U23 liði Spurs í vetur þar sem hann var ekki í myndinni með aðalliðinu.

Rose er uppalinn hjá Leeds en fór þaðan til Tottenham. Hann var á sínum tíma lánaður til Watford og lék sjö leiki með liðinu árið 2009. Rose gengur formlega í raðir Watford þann 1. júlí.

Rose spilaði ekki leik með aðalliði Tottenham í vetur en spilaði í tveimur leikjum með U23 liðinu.
Athugasemdir
banner