Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   fim 16. júní 2022 22:51
Brynjar Óli Ágústsson
Brynjar: Þurfum bara að drullast til þess að verða betri í fótbolta
Lengjudeildin
Brynjar Þór Gestsson stýrir Þrótti Vogum um þessar undir.
Brynjar Þór Gestsson stýrir Þrótti Vogum um þessar undir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn spilaðist eins og við vildum,'' sagði Brynjar Þór Gestsson, brágðabirðaþjálfari Þróttar Vogum, eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Afturelding í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þróttur V. 0 -  1 Afturelding

„Við vitum að þeir eru mjög góðir með boltann. Við vildum vera þéttir og gefa þeim lítið af færum sem ég held að hafi tekist mjög vel."

„Ég vil meina það að við fáum fjögur dauðafæri í leiknum og mögulega fimmta þegar þeir skora næstum því sjálfsmark. Á meðan þeir eru að búa til markið eftir fyrirgjöf og svo kannski eitt færi í viðbót."

Brynjar Þór var spurður út í hvort hann hafi áhuga að taka við sem aðalþjálfari hjá Þrótt V.

„Það er bara í vinnslu. Það er búið að tala við mig, en svo þarf bara að taka ákvörðun um það hvað ég vil gera. Þetta er lið sem ég er búinn að þjálfa áður og góðir vinir mínir sem stjórna þessu, ef þeim vantar aðstoð þá fá þeir hana.''

Næsti leikur liðsins er gegn KV, öðru liði sem er í fallsæti.

„Það er annar bikarleikur, við setjum þetta upp þannig. Núna þurfum við bara að drullast til þess að verða betri í fótbolta."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner