Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   fim 16. júlí 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Arsenal skoðar að fá varnarmann frítt frá Nice
Arsenal er að skoða að fá varnarmanninn Malang Sarr í sínar raðir en Goal greinir frá þessu í dag.

Sarr er 21 árs gamall en hann er samningslaus og því getur hann farið frítt í annað félag í sumar.

Samkvæmt frétt Goal hefur Arsenal rætt við umboðsmenn leikmannsins en þó ekki ennþá lagt fram samningstilboð.

Fleiri félög hafa sýnt Sarr áhuga og ítalska félagið Torino hefur meðal annars boðið honum samning.
Athugasemdir
banner
banner