Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   þri 16. júlí 2024 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Glódís: Gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri
Icelandair
Glódís hér lengst til vinstri.
Glódís hér lengst til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Glódís var besti leikmaður Íslands í leiknum.
Glódís var besti leikmaður Íslands í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Það er gott að koma hingað og vinna, og halda hreinu," sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í lokaleiknum í undankeppni EM 2025.

„Þótt stigin skipti í raun engu máli út frá öðrum niðurstöðum þá skiptir þetta okkur miklu máli. Þetta var erfiður leikur við erfiðar aðstæður. Við vorum í ótrúlega löngu ferðalagi á sunnudaginn þannig maður fann þreytuna í hópnum, en samt var vinnuframlagið upp á tíu og allir leikmenn voru að gefa alla sína orku. Það skilaði okkur þessum sigri í dag."

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

Ewa Pajor, einn besti sóknarmaður í heimi, er í liði Pólverja en það gekk vel hjá Glódísi og íslensku vörninni að eiga við hana.

„Hún er heimsklassa leikmaður og það er alltaf erfitt að eiga við hana. Hún er gríðarlega fljót og er í heimsklassa. Það er alltaf erfitt verkefni að spila við hana."

„Ég er ótrúlega stolt af öllum hópnum og hvernig við höfum tekið skref fram á við í hverju einasta verkefni. Það eru allir hérna fyrir liðið og þannig viljum við hafa það."

Glódís sýndi það enn og aftur í kvöld að hún er einn besti leikmaður í heimi. Hún átti magnaðan landsliðsglugga en eftir leikinn í kvöld var hún spurð út í ummæli sem Freyr Alexandersson, fyrrum landsliðsþjálfari, lét falla í samtali við RÚV fyrir leikinn. Freyr sagðist þá hafa sagt við Glódísi fyrir tíu árum að hún yrði besti varnarmaður í heimi.

„Ég er ánægð með þann stað sem ég er á í dag og Freyr á þátt í því. Hann kenndi mér margt og gerði mikið fyrir mig á sínum tíma þegar hann var landsliðsþjálfari. Ég er mjög ánægð en ég er alltaf að læra og mig langar að verða betri. Ég er þakklát að spila með svona flottum hóp eins og er hérna. Þá get ég lært. Og úti er ég líka að spila í umhverfi sem ég get alltaf þróast í og orðið betri."

Ertu besti miðvörður í heiminum?

„Nei, ég gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri en ég," sagði Glódís og hló.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Glódís ræðir um framhaldið með landsliðinu.
Athugasemdir
banner