 
                                                                                        
                        
                                    
                                                    
                
                                                                
                Það verður stuð á Laugardalsvelli á morgun þegar KR og Selfoss mætast í úrslitum Mjólkurbikars kvenna.
                
                
                                    Ásthildur Helgadóttir er án efa ein besta fótboltakona sem Ísland hefur átt og á hún 69 A-landsliðsleiki sem hún skoraði í 23 mörk.
„Þetta verður hörkuleikur og stemning á vellinum. Ég verð að viðurkenna að ég held með KR og vona að þær vinni. Ég held samt að Selfoss verði sterkari og vinni 2-1," segir Ásthildur.
„Selfoss skorar fyrsta markið í fyrri hálfleik, KR jafnar en Fríða skorar sigurmarkið í lokin."
KR-liðið byrjaði tímabilið ekkert sérstaklega vel og hefur spilamennska þeirra verið ansi upp og niður.
Selfyssingar hafa hins vegar átt fínt tímabil og eru í þriðja sæti í deildinni með 22 stig.
„ Þær verða vel að sigrinum komnar og fyrsti titill Selfoss í höfn."
Ásthildur hefur verið hluti af þættinum Pepsi Max mörkum kvenna á Stöð 2 Sport í sumar eftir langa dvöl í Svíðþjóð síðustu ár.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
        

