Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. ágúst 2019 16:30
Fótbolti.net
Keflavík í veseni út af reglu um spjöld - Af hverju er þetta svona?
Natasha Anasi fyrirliði Keflavíkur verður í banni gegn KR.
Natasha Anasi fyrirliði Keflavíkur verður í banni gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík mætir með mjög vængbrotið lið til leiks í fallbaráttuslag gegn KR í Pepsi Max-deild kvenna í næstu umferð. Natasha Anasi, fyrirliði liðsins, Sophie Groff og Katla María Þórðardóttir verða allar í leikbanni þar en þær fengu sitt fjórða gula spjald í sumar gegn Selfossi í síðustu viku.

Leikmennirnir voru úrskurðaðir í bann á fundi aga og úrskurðarnefndar á þriðjudag en bönn vegna gulra spjalda taka ekki gildi fyrr en á hádegi á föstudag.

Því gátu Natasha, Sophie og Katla allar spilað með Keflavík í 3-1 tapi gegn Þór/KA í gær en verða þess í stað í banni í fallbaráttuslagnum gegn KR þarnæsta sunnudag. Spjöldin sem leikmennirnir fengu 8. ágúst þýða því leikbann 25. ágúst.

„Ég skil að þessi regla hafi verið þegar sjónvarpið var svarthvítt og leikskýrslunar fóru með bréfberum. Núna er árið 2019 og það er internet. Af hverju þarf þetta að taka gildi á hádegi á föstudag? Er þessi regla ekki barn síns tíma. Þarf þetta að vera svona? " sagði Guðmundur Guðjónsson sérfræðingur í þætti vikunnar af Heimavellinum.

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, tjáði sig einnig um málið í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Þór/KA í gær.

„Staðan er ekki góð. Það var dýr leikur hjá okkur á móti Selfossi um daginn, við erum nánast að missa hálft byrjunarliðið. Fjórar sem að voru í byrjunarliðinu í dag sem að spila ekki næsta leik, ein að fara erlendis í nám og þrjár sem að taka út leikbann. Það verður á brattann að sækja, en við höfum þekkt það svart áður og erum tilbúnar í stríð og baráttu það sem eftir er," sagði Gunnar Magnús.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Gunnar Magnús síðan í gær og á Heimavöllinn.
Gunnar Magnús: Missum hálft byrjunarliðið í næsta leik
Heimavöllurinn: Ætlum við að dragast endalaust aftur úr?
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner