mán 16. september 2013 20:00
Hafliði Breiðfjörð
Sauð uppúr í Kaplakrika - Formennirnir rifust og Davíð sá rautt
Davíð Þór fékk að líta rauða spjaldið eftir leik.
Davíð Þór fékk að líta rauða spjaldið eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það sauð allt uppúr í Kaplakrika eftir leik FH og Vals í Pepsi-deild karla í kvöld.

Davíð Þór Viðarsson miðjumaður FH liðsins kvartaði í Vilhjálmi Alvar Þórarinssyni dómara leiksins strax og lokaflautið gall, svo mikið að Vilhjálmur gaf honum gula spjaldið og svo rautt.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH hljóp einnig út á völl og kvartaði í Vilhjálmi yfir að ekki hafi verið lengri viðbótartími útaf skiptingu Vals í uppbótartíma.

Þegar liðin voru svo komin til búningsklefa sauð uppúr milli Jóns Rúnars Halldórssonar og Edvards Barkar Edvardssonar formanna liðanna sem rifust eins og hundur og köttur þar til gengið var á milli þeirra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner