Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. september 2013 23:42
Hafliði Breiðfjörð
Yfirlýsing FH: Hörmum ummæli og framkomu okkar í garð Barkar
Jón Rúnar Halldórsson.
Jón Rúnar Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Formaður og varaformaður FH sendu frá sér yfirlýsingu nú seint í kvöld þar sem þeir biða Börk Edvardsson formann knattspyrnudeildar Vals afsökunar á ummælum sínum eftir leik liðanna í Pepsi-deildinni í kvöld.

Yfirlýsing FH:
Að gefnu tilefni:
Við undirritaðir Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH og Lúðvík Arnarson varaformaður knattspyrnudeildar FH viljum koma á framfæri eftirfarandi tilkynningu.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum nú í kvöld fórum við fram með miður góðar staðhæfingar í garð formanns knattspyrnudeildar Vals, Barkar Edvardssonar. Við hörmum ummæli og framkomu okkar í garð Barkar og biðjum hann innilega afskökunar. Við getum í engu varið það sem við sögðum né heldur kennt neinum öðrum um en okkur sjálfum.

Virðingarfyllst
Jón Rúnar Halldórsson
Lúðvík Arnarson

Sjá einnig:
Formenn FH: Börkur tekur prósentur af sölu leikmanna
Sauð uppúr í Kaplakrika - Formennirnir rifust og Davíð sá rautt
Athugasemdir
banner
banner
banner