Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 16. september 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino vill fá stöðugleika frá Aurier
Mynd: Getty Images
Serge Aurier kom inn í hægri bakvörðinn hjá Tottenham gegn Crystal Palace á laugardag og stóð sig vel. Hann lagði upp tvö af mörkum liðsins í 4-0 sigri.

Aurier, sem er 26 ára, var að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu. Hann vildi fara frá Tottenham í sumar, en var á endanum áfram hjá félaginu.

Hann kom aðeins við sögu í átta úrvalsdeildarleikjum á síðasta tímabili. Hann var þá í samkeppni við Kieran Trippier og Kyle Walker-Peters, og voru meiðsli einnig að stríða honum.

Hann spilaði vel um helgina og Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, vill sjá meira af því sama frá honum.

„Mér fannst frammistaða hans frábær. Nú verður hann að sýna stöðugleika. Hann má ekki bara spila vel í þessum leik og missa einbeitinguna í næsta leik á eftir. Það er lykilatriði í okkar liði og á það við alla leikmenn," sagði Pochettino eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner