Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 16. september 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lewandowski til Liverpool? - Bruno að fá væna launahækkun
Powerade
Robert Lewandowski
Robert Lewandowski
Mynd: Getty Images
Karim Adeyemi
Karim Adeyemi
Mynd: Getty Images
Antonio Rudiger
Antonio Rudiger
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Slúðurpakki dagsins er í boði Powerade og tekinn saman af BBC



Liverpool er orðinn mögulegur áfangastaður fyrir Robert Lewandowski (33) en búist er við því að sá pólski fari frá Bayern Munchen næsta sumar. (Fichajes)

Man Utd hefur verið í viðræðum við Bruno Fernandes (27) síðan í júlí. Bruno vill vera áfram hjá United og samningsmál hans og Paul Pogba (28) eru í forgangi. (Fabrizio Romano)

Fernandes er að fara skrifa undir nýjan fimm ára samning við United sem færir honum meira en 250 þúsund pund í vikulaun. Það yrði hækkun um tæplega 100 þúsund pund á viku. (Sun)

Manchester United vildi ná samkomulagi við Napoli um Kalidou Koulibaly (30) í sumar en United var ekki klárt í að borga 34 milljónir punda fyrir miðvörðinn. (Corriere dello Sport)

Liverpool er í lykilstöðu til að fá Karim Adeyemi (19) frá Red Bull Salzburg í janúar. Adeyemi er framherji. (Mundo Deportivo)

Jurgen Klopp býst við því að það komi almennilegt tilboð í Divock Origi (26) næsta sumar eftir frammistöðu Belgans í sínum fyrsta byrjunarliðsleik í langan tíma í gær. (Express)

Chelsea gæti selt Antonio Rudiger (28) til að fjármagna kaup á Jules Kounde (22). PSG og Real Madrid hafa áhuga á Rudiger. (Football 365)

Leeds United hefur hafið viðræður við Kalvin Phillips (25) um nýjan samning. (Football Insider)

Barcelona var með Rodrigo (30) framherja Leeds sem skotmark á gluggadeginum en Leeds neitaði að selja spænska landsliðsmanninn. (The Athletic)

Lautaro Martinez (24) er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Inter. (Gazzetta)

West Ham fylgist með Connor Godson (28) miðverði Rangers sem rennur út á samningi næsta sumar. (Football Insider)

Jack Wilshere (29) er ekki að leitast eftir samningi hjá Arsenal þar sem hann fengi greitt fyrir spilaða leiki. Wilshere hefur ekki verið á samningi síðan hann yfirgaf Bournemouth fyrr á þessu ári. (Metro)

Isco (29) er sagður vera orðinn pirraður undir stjórn Carlo Ancelotti og er sagður vilja fara frá Real Madrid í janúar. (Calciomercato)

Tottenham eru að íhuga tilboð í Ronnie Edwards (18) varnarmanni Peterborough. Nokkur úrvalsdeildarlið fylgdust með Edwards í U23 leik gegn Watford í síðustu viku. (Football Insider)

PSG vildi einungis selja Kylian Mbappe (22) til Real ef franska félagið hefði fengið Vinicius Junior (21) á móti. (Here We Go podcast)

Antonio Rudiger er ekki búinn að skrifa undir nýjan samning við Chelsea. Bayern Munchen og Juventus fylgjast með gangi mála þar sem samningur Rudiger rennur út eftir tímabilið. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner