Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 16. september 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útskýrir af hverju Fernandes og Ronaldo voru teknir út af
Ronaldo skoraði og var svo tekinn af velli.
Ronaldo skoraði og var svo tekinn af velli.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, var mikið gagnrýndur eftir tap gegn Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þriðjudag.

Cristiano Ronaldo kom Man Utd yfir snemma leiks en eftir 35 mínútna leik fékk Aaron Wan-Bissaka, bakvörður Man Utd, að líta beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu.

Við það breyttist leikurinn. Heimaliðið hafði spilað vel fram að rauða spjaldinu, en eftir það var leikurinn í raun einstefna.

Eftir rauða spjaldið, þá átti Man Utd ekki eina marktilraun og þeir náðu aðeins að vera 30 prósent með boltann. Þeim tókst ekkert að halda í boltann og voru undir mikilli pressu alveg frá því rauða spjaldið fór á loft.

Solskjær ákvað að fara í fimm manna vörn í hálfleik og færði liðið mikið aftar á völlinn. Hann tók svo bæði Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes af velli snemma í seinni hálfleik.

Hann var spurður út í þá ákvörðun að taka Portúgalana af velli eftir leikinn.

„Þeir höfðu báðir hlaupið mikið í dag (á þriðjudag) og síðasta laugardag. Það er líka erfitt að hlaupa á gervigrasi. Við vildum fá inn reynsluna hjá Nemanja (Matic) og fæturnar hans Jesse (Lingard)," sagði Solskjær.

Þess má geta að Lingard gaf Young Boys sigurmarkið nánast á silfurfati. Slæm sending hans til baka orsakaði sigurmarkið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner