Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 16. september 2024 10:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ein mesta goðsögn félagsins tekur við til bráðabirgða
Stoke tilkynnti það í morgun að félagið hefði rekið Steven Schumacher frá félaginu.

Schumacher tók við Stoke í desember í fyrra eftir að hafa gert góða hluti með Plymouth. Hann var með 40 prósent sigurhlutfall sem stjóri Stoke en liðið situr núna í 13. sæti Championship eftir fimm leiki.

Þetta er frekar óvæntur brottrekstur þar sem Stoke hefur ekki byrjað tímabilið illa.

Í tilkynningu sinni segir Stoke að Ryan Shawcross muni stýra liðinu til bráðabirgða. Shawcross, sem var miðvörður, er goðsögn hjá Stoke eftir að hafa spilað þar stærstan hluta ferilsins.

Shawcross lagði skóna á hilluna árið 2021 en hann hefur stýrt varaliði Stoke frá því í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner