
Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram á laugardag og ÍBV tryggði sér toppsætið og þar með sæti í Bestu deildinni.
Þá varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum umspilsins en sigurliðin þar leika svo stakan úrslitaleik á Laugardalsvelli, 50 milljóna króna leikinn, um að fylgja Eyjamönnum upp.
Keflavík mætir ÍR og Fjölnir leikur gegn Aftureldingu í undanúrslitum, þar sem leikið verður heima og að heiman. Keflavík og ÍR hafa komist að samkomulagi um að breyta leiktímum svo þeir verði hentugri fyrir áhorfendur.
Fyrri leikurinn verður í Breiðholti á miðvikudag en sá seinni í Keflavík á sunnudag.
Afturelding og Fjölnir mætast á áður auglýstum tímum, undir ljósunum í Mosfellsbæ á fimmtudagskvöld og svo í Grafarvogi 15:45 næsta mánudag. Ástæðan fyrir því að spilað er svona snemma dags á mánudag er vegna birtuskilyrða en ekki eru flóðljós við völlinn.
Þá varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum umspilsins en sigurliðin þar leika svo stakan úrslitaleik á Laugardalsvelli, 50 milljóna króna leikinn, um að fylgja Eyjamönnum upp.
Keflavík mætir ÍR og Fjölnir leikur gegn Aftureldingu í undanúrslitum, þar sem leikið verður heima og að heiman. Keflavík og ÍR hafa komist að samkomulagi um að breyta leiktímum svo þeir verði hentugri fyrir áhorfendur.
Fyrri leikurinn verður í Breiðholti á miðvikudag en sá seinni í Keflavík á sunnudag.
Afturelding og Fjölnir mætast á áður auglýstum tímum, undir ljósunum í Mosfellsbæ á fimmtudagskvöld og svo í Grafarvogi 15:45 næsta mánudag. Ástæðan fyrir því að spilað er svona snemma dags á mánudag er vegna birtuskilyrða en ekki eru flóðljós við völlinn.
miðvikudagur 18. september
16:45 ÍR-Keflavík (ÍR-völlur)
fimmtudagur 19. september
19:15 Afturelding-Fjölnir (Malbikstöðin að Varmá)
sunnudagur 22. september
14:00 Keflavík-ÍR (HS Orku völlurinn)
mánudagur 23. september
15:45 Fjölnir-Afturelding (Extra völlurinn)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir