Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   sun 15. september 2024 18:40
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 22. umferðar - Verið virkilega vaxandi
Lengjudeildin
Kári Sigfússon er leikmaður umferðarinnar.
Kári Sigfússon er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Arnaldarson var frábær í marki Leiknis.
Bjarki Arnaldarson var frábær í marki Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Elmar Cogic var valinn maður leiksins í sigri Aftureldingar gegn ÍR.
Elmar Cogic var valinn maður leiksins í sigri Aftureldingar gegn ÍR.
Mynd: Raggi Óla
Við óskum ÍBV til hamingju!
Við óskum ÍBV til hamingju!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í gær og óskum við Eyjamönnum til hamingju með toppsætið. ÍBV er komið upp í Bestu deildina og erfitt að mótmæla því að það sé virkilega verðskuldað. Besta lið Lengjudeildarinnar í sumar.

ÍBV endaði stigi á undan Keflavík sem fer í umspilið. Fjölnir hefði getað hirt toppsæti deildarinnar með sigri í Keflavík en var langt frá því, Keflavík vann 4-0 sigur og á fjóra leikmenn í liði umferðarinnar.

Ásgeir Páll Magnússon, Ásgeir Helgi Orrason og Sindri Snær Magnússon eru allir í liðinu auk þess leikmanns sem er leikmaður umferðarinnar.

Leikmaður umferðarinnar:
Kári Sigfússon - Fjölnir
Mark og tvær stoðsendingar frá Kára sem skila honum hingað. Þessi 22 ára leikmaður hefur verið virkilega vaxandi í sumar og verður spennandi að´sjá hvort hann nái að byggja ofan á það á næsta tímabili. Bara spurning í hvaða deild það verður.



ÍBV gerði 1-1 jafntefli við Leikni í Breiðholtinu en eina mark Eyjamanna var jöfnunarmark úr umdeildri vítaspyrnu í lok leiksins. Maður leiksins var Bjarki Arnaldarson sem fékk tækifærið í marki Leikni og lék frábærlega.

Afturelding vann ÍR 3-0 og komast bæði lið í umspilið. Magnús Már Einarsson er þjálfari umferðarinnar og Gunnar Bergmann Sigmarsson, Oliver Bjerrum Jensen, Elmar Kári Enesson Cogic og Aron Jóhannsson eru allir í liði umferðarinnar.

Njarðvíkingar eru í sárum eftir að hafa misst af umspilssæti með því að gera 2-2 jafntefli gegn Grindavík. Kristófer Konráðsson skoraði bæði mörk Grindavíkur og kom í veg fyrir að Njarðvík kæmist í umspilið.

Þróttur vann 5-2 sigur gegn Dalvík/Reyni og Aron Kristófer Lárusson var maður leiksins þegar Þór Akureyri vann Gróttu en þessir leikir skiptu engu máli.

Fyrri úrvalslið:
21. umferð - Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
20. umferð - Aron Jóhannsson (Afturelding)
19. umferð - Arnór Gauti Úlfarsson (ÍR)
18. umferð - Frans Elvarsson (Keflavík)
17. umferð - Aron Jóhannsson (Afturelding)
16. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
15. umferð - Omar Sowe (Leiknir)
14. umferð - Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV)
13. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
12. umferð - Birkir Heimisson (Þór)
11. umferð - Marc McAusland (ÍR)
10. umferð - Elmar Kári Cogic (Afturelding)
9. umferð - Aron Dagur Birnuson (Grindavík)
8. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
7. umferð - Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
6. umferð - Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
5. umferð - Oumar Diouck (Njarðvík)
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner