Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 16. október 2022 21:57
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Ekkert lið getur stöðvað Napoli - Tonali tryggði Milan sigur
Napoli er á siglingu
Napoli er á siglingu
Mynd: EPA
Sandro Tonali skoraði sigurmark Milan og fagnar því hér
Sandro Tonali skoraði sigurmark Milan og fagnar því hér
Mynd: EPA
Luciano Spalletti og lærisveinar hans í Napoli hafa ekki enn tapað leik á tímabilinu en liðið vann í dag, 3-2, baráttusigur á Bologna í Seríu A og er Napoli því í toppsætinu.

Napoli fékk smá skell á 41. mínútu er hollenski framherjinn Joshua Zirkzee kom gestunum yfir en liðið tók sér ekki langan tíma að jafna sig og jafnaði Juan Jesus skömmu síðar eftir hornspyrnu.

Mexíkóski kantmaðurinn Hirving Lozano skoraði svo strax í upphafi síðari halfleiks en Bologna gafst ekki upp. Musa Barrow jafnaði tveimur mínútum síðar.

Victor Osimhen sá svo til þess að Napoli myndi taka öll stigin þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir og lokatölur 3-2. Napoli hefur unnið átta leiki og gert tvö jafntefli í deildinni og situr því á toppnum með 26 stig. Liðið hefur ekki enn tapað leik í öllum keppnum á tímabilum.

Ítalíumeistarar Milan unnu þá Hellas Verona, 2-1. Ekki byrjaði það vel fyrir Verona því Miguel Veloso, fyrirliði Verona, fékk boltann í sig eftir fyrirgjöf Rafael Leao og þaðan í netið. Óheppilegt.

Verona fær þó sérstakt hrós fyrir frammistöðuna í leiknum og kom liðið til baka tíu mínútum síðar með marki frá Koray Gunter. Liðið fékk oft gullin tækifæri til að klára leikinn en tókst ekki að nýta þau.

Sandro Tonali nýtti hins vegar sitt þegar níu mínútur voru eftir og kom Milan í 2-1 og tókst liðinu að halda út. Þriðji sigur Milan í röð í deildinni og liðið með 23 stig í 3. sæti deildarinnar.

Úrslit og markaskorarar:

Verona 1 - 2 Milan
0-1 Miguel Veloso ('9 , sjálfsmark)
1-1 Koray Gunter ('19 )
2-1 Sandro Tonali ('81 )

Napoli 3 - 2 Bologna
0-1 Joshua Zirkzee ('41 )
1-1 Juan Jesus ('45 )
2-1 Hirving Lozano ('49 )
2-2 Musa Barrow ('51 )
3-2 Victor Osimhen ('69 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
2 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
3 Roma 11 7 1 3 10 5 +5 22
4 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Udinese 11 4 4 3 12 15 -3 16
10 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner