Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   sun 16. október 2022 16:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Vítaspyrna í uppbótartíma gerði út um leikinn

Real Madrid 3 - 1 Barcelona
1-0 Karim Benzema ('12 )
2-0 Federico Valverde ('35 )
2-1 Ferran Torres ('83 )
3-1 Rodrygo ('90 , víti)


Real Madrid og Barcelona áttust við í El Clasico í efstu deildinni á Spáni í dag.

Leikurinn hófst með látum en Karim Benzema kom Real yfir eftir aðeins 12 mínútna leik. Á einhvern ótrúlegan hátt náði Robert Lewandowski ekki að jafna metin stuttu síðar þegar hann skaut boltanum yfir af stuttu færi.

Í staðinn tvöfaldaði Federico Valverde forskotið og 2-0 var staðan í hálfleik.

Þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka kallaði Lewandowski eftir því að fá vítaspyrnu þegar hann var felldur í teignum en dómari leiksins dæmdi ekkert.

Lewandowski var aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hann átti skemmtilega sendingu á Ferran Torres sem minnkaði muninn.

Rodrygo kom inná sem varamaður þegar skammt var til leiksloka og Real fékk vítaspyrnu í uppbótartíma sem Rodrygo fékk eftir að Eric Garcia steig á hann en Rodrygo fór sjálfur á punktinn og skoraði.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 36 18 10 8 64 47 +17 64
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 36 15 7 14 56 54 +2 52
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 36 11 12 13 43 52 -9 45
12 Real Sociedad 36 12 7 17 32 42 -10 43
13 Sevilla 36 10 11 15 40 49 -9 41
14 Girona 36 11 8 17 42 53 -11 41
15 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
16 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
17 Alaves 36 9 11 16 36 47 -11 38
18 Leganes 36 7 13 16 35 56 -21 34
19 Las Palmas 36 8 8 20 40 58 -18 32
20 Valladolid 36 4 4 28 26 86 -60 16
Athugasemdir
banner
banner