Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   sun 16. október 2022 20:50
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Bayern valtaði yfir Freiburg - Union áfram á sömu braut
Bayern pakkaði Freiburg saman
Bayern pakkaði Freiburg saman
Mynd: EPA
Union Berlin er áfram á toppnum
Union Berlin er áfram á toppnum
Mynd: EPA
Union Berlin er áfram í efsta sæti þýsku deildarinnar eftir að hafa unnið Borussia Dortmund í dag, 2-0. Bayern München görsigraði á meðan Freiburg, 5-0, og er komið upp í annað sæti deildarinnar.

Bayern München pakkaði Freiburg saman með fimm mörkum gegn engu og vonast nú til að geta komið sér á almennilegt flug í deildinni.

Liðið hefur átt erfitt með að tengja saman fleiri en tvo sigra en það vantaði ekki gæðin í dag. Serge Gnary og kamerúnski framherjinn Eric Choupo-Moting skoruðu mörkin í fyrri hálfleik.

Leroy Sane, Sadio Mane og Marcel Sabitzer kláruðu svo dæmið í þeim síðari og er liðið nú í öðru sæti með 19 stig, fjórum stigum á eftir Union Berlin.

Berlínarliðið vann Borussia Dortmund, 2-0. Janik Haberer skoraði bæði mörkin á þrettán mínútum.

Úrslit og markaskorarar:

Bayern 5 - 0 Freiburg
1-0 Serge Gnabry ('13 )
2-0 Eric Choupo-Moting ('33 )
3-0 Leroy Sane ('52 )
4-0 Sadio Mane ('55 )
5-0 Marcel Sabitzer ('80 )

Union Berlin 2 - 0 Borussia D.
1-0 Janik Haberer ('8 )
2-0 Janik Haberer ('21 )

Koln 3 - 2 Augsburg
0-1 Florian Niederlechner ('14 )
1-1 Steffen Tigges ('47 )
2-1 Denis Huseinbasic ('61 )
2-2 Daniel Caligiuri ('68 )
3-2 Steffen Tigges ('81 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 33 24 7 2 95 32 +63 79
2 Leverkusen 33 19 11 3 70 41 +29 68
3 Eintracht Frankfurt 33 16 9 8 65 45 +20 57
4 Freiburg 33 16 7 10 48 50 -2 55
5 Dortmund 33 16 6 11 68 51 +17 54
6 Mainz 33 14 9 10 53 41 +12 51
7 RB Leipzig 33 13 12 8 51 45 +6 51
8 Werder 33 13 9 11 50 56 -6 48
9 Stuttgart 33 13 8 12 61 51 +10 47
10 Gladbach 33 13 6 14 55 56 -1 45
11 Augsburg 33 11 10 12 34 49 -15 43
12 Wolfsburg 33 10 10 13 55 54 +1 40
13 Union Berlin 33 9 10 14 33 50 -17 37
14 St. Pauli 33 8 8 17 28 39 -11 32
15 Hoffenheim 33 7 11 15 46 64 -18 32
16 Heidenheim 33 8 5 20 36 60 -24 29
17 Holstein Kiel 33 6 7 20 49 77 -28 25
18 Bochum 33 5 7 21 31 67 -36 22
Athugasemdir
banner
banner