Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 13:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
O'Neill um tvö störf í einu: Truflar mig ekki
Mynd: Getty Images
Michael O'Neill segir það ekki trufla sig að vera í tveimur störfum.

O'Neill er landsliðsþjálfari Norður-Írlands, en hann var tilkynntur sem nýr stjóri Stoke í Championship-deildinni á Englandi í síðustu viku.

O'Neill hefur verið landsliðsþjálfari Norður-Írlands frá 2011 ár en hann fór með liðið á EM 2016. O'Neill klárar undankeppni EM með Norður-Írum og stýrir liðinu einnig í mögulegum umspilsleikjum um sæti á EM í mars.

Norður-Írland mætir Hollandi í mikilvægum leik síðar í dag, en O'Neill var spurður að því í gær hvort það væri ekki erfitt að vera í tveimur störfum í einu.

„Ég er enn landsliðsþjálfari. Hjá Stoke erum við með 12 eða 13 leikmenn í landsliðsverkefnum og þeir leikmenn eru í burtu líka."

„Ég er með gott teymi á bak við mig og þegar ég kem aftur til Stoke í næstu viku munum við hafa þrjá góða daga til að undirbúa næsta leik."

„Það er svipaður tími og ég þegar ég kem í landsliðsverkefnin, þannig að það truflar mig ekki neitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner