Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. janúar 2020 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lautaro gefur lítið fyrir sögusagnir: Líður vel hjá Inter
Mynd: Getty Images
Argentínski sóknarmaðurinn Lautaro Martinez hefur átt gott tímabil með Inter og hefur spænska stórveldið Barcelona áhuga á honum.

Inter vill þó ekki selja sóknarmanninn sem er með 111 milljón evra söluákvæði í samningi sínum.

Lautaro er 22 ára gamall og er búinn að gera 10 mörk í 18 deildarleikjum undir stjórn Antonio Conte.

„Ég er mjög ánægður hérna og finn fyrir mikilli ást frá stuðningsmönnum. Þegar svona orðrómur fer í gang um mig þýðir það bara eitt, að ég er að gera góða hluti," sagði Lautaro.

„Ég þarf að halda þessu áfram, þetta snýst aðallega um hugarfar. Ég er mjög rólegur og hamingjusamur hjá Inter, hérna líður mér þægilega.

„Ég þarf að standa mig vel hjá Inter til að fá að klæðast argentínsku landsliðstreyjunni. Ég er stoltur að fá að spila með Aguero og Messi."


Lautaro þótti ekki nógu góður á síðustu leiktíð og gerði 6 mörk í 27 deildarleikjum. Hann telur að koma Conte hafi skipt sköpum fyrir sig.

„Það er margt sem hefur breyst og það er kominn nýr þjálfari. Með þessum þjálfara hef ég vaxið mikið sem leikmaður og er ég þakklátur honum. Lukaku hjálpar mér líka mjög mikið, ég er virkilega ánægður með að hafa kynnst honum. Hann er frábær leikmaður og ótrúlega góð manneskja utan vallar."
Athugasemdir
banner
banner