Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. janúar 2020 23:10
Ívan Guðjón Baldursson
Sao Paulo hafnaði Setien - Ekki nógu stórt nafn
Mynd: Getty Images
Það kom mörgum á óvart þegar Ernesto Valverde var rekinn frá Barcelona og Quique Setien, fyrrum þjálfari Real Betis, ráðinn í hans stað.

Setien hefur aldrei unnið til verðlauna á þjálfaraferlinum og greina brasilískir fjölmiðlar frá því að Sao Paulo, sem leikur í brasilíska boltanum, hafi ákveðið að ráða ekki Setien í byrjun árs.

Viðræðurnar eru sagðar hafa gengið vel en stjórn Sao Paulo ákvað að Setien væri ekki nógu stórt nafn til að taka við félaginu.

Setien er 61 árs gamall og hefur lítið unnið sér til frægðar. Hann gerði þó góða hluti hjá Las Palmas og Real Betis, án þess að vinna titil.
Athugasemdir
banner
banner
banner