Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 17. janúar 2021 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hundraðasta stoðsending De Bruyne var mjög hugguleg
Kevin de Bruyne er einn besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar, ef ekki sá allra besti.

De Bruyne lagði upp fyrsta mark Man City í 4-0 sigri á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Markið lagði hann upp fyrir varnarmanninn John Stones.

De Bruyne tók hornspyrnu og boltinn barst aftur til hans. Hann ákvað þá að senda boltann utanfótar aftur inn í teiginn, beint á kollinn á Stones sem skallaði boltann inn.

Stoðsendingin var sú hundraðasta hjá Manchester City fyrir De Bruyne, en hann kom til félagsins frá Wolfsburg í Þýskalandi árið 2014.

Með því að smella hérna má sjá markið.
Athugasemdir
banner
banner