Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. janúar 2022 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef þú tapar boltanum, þá drep ég þig"
Adrien Rabiot, miðjumaður Juventus.
Adrien Rabiot, miðjumaður Juventus.
Mynd: Getty Images
Max Allegri, þjálfari Juventus, sýndi áhugaverða takta á hliðarlínunni undir lok leiks Juventus og Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni síðasta laugardagskvöld.

Adrien Rabiot, miðjumaður Juventus, var með boltann og leikmenn Udinese pressuðu hann. Allegri var áhyggjufullur á hliðarlínunni og lét Rabiot vita að hann mætti alls ekki missa boltann frá sér.

„Ekki taka áhættu... ef þú tapar boltanum, þá drep ég þig," sagði Allegri við Rabiot.

Þetta heyrðist vel þar sem það voru aðeins 5000 á vellinum vegna Covid heimsfaraldursins.

Stuðningsfólk Juventus tók eftir þessu og var nokkuð talað um þetta á samfélagsmiðlum. Rabiot er ekki vinsælasti leikmaður félagsins og væri mikið af stuðningsfólkinu til í að losna við hann.

Juventus endaði á því að vinna leikinn 2-0; Paulo Dybala og Weston McKennie skoruðu mörkin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner