Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   fös 17. janúar 2025 23:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Roma taplaust í fimm leikjum í röð
Artem Dovbyk fyrir miðju
Artem Dovbyk fyrir miðju
Mynd: EPA
Roma 3 - 1 Genoa
1-0 Artem Dovbyk ('25 )
1-1 Patrizio Masini ('33 )
2-1 Stephan El Shaarawy ('60 )
3-1 Nicola Leali ('73 , sjálfsmark)

Roma vann Genoa í eina leik kvöldsins í ítölsku deildinni.

Artem Dovbyk hefur ekki náð að blómstra síðan hann gekk til liðs við félagið eftir stórkostlegt tímabil með Girona í fyrra. Hann kom liðinu yfir í kvöld en þetta var sjöunda mark hans í deildinni.

Genoa jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks. Stephan El Sharaawy kom inn á sem varamaður í hálfleik og hann kom Roma aftur yfir með marki eftir klukkutíma leik og Nicola Leali varð síðan fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja Roma sigurinn.

Liðið er taplaust í síðustu fimm leikjum og er í 9. sæti með 27 stig eftir 21 umferð. Þetta var aðeins annað tap Genoa undir stjórn Patrick Vieira en liðið er í 11. sæti með 23 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir