Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mán 17. febrúar 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Guti þvertekur fyrir að hafa djammað með leikmönnum
Guti, þjálfari Almeria í spænsku B-deildinni, segir ekki rétt að hann hafi farið að djamma með nokkrum leikmönnum liðsins í síðustu viku.

Almeria er í 3. sæti í spænsku B-deildinni og í harðri baráttu um að komast upp í spænsku úrvalsdeildina á ný.

Um helgina birtust fréttir á samfélagsmiðlum um að Guti hefði farið á djammið með leikmönnum sínum og fékk hann gagnrýni fyrir vikið. Guti, sem er fyrrum leikmaðu Real Madrid, segir að þessar fréttir séu ekki réttar.

„Ef einhver finnur mynd af mér með leikmönnum eða mér einum, á næturklúbbi í Almeria, þá mun ég bjóðast til að segja af mér," sagði Guti.

„Ég læt það ekki nægja heldur mun ég líka borga til baka öll laun sem Almeria hefur greitt mér. Samviska mín er hrein."
Athugasemdir