Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. febrúar 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samningi Messi lekið - Rummenigge óskar honum til hamingju
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Á dögunum var samningi Lionel Messi hjá Barcelona lekið í spænska fjölmiðilinn Mundo Deportivo.

Í 80 blaðsíðna skjali kom fram að Messi hefði þénað rúmlega 555 milljónir evra á fjögurra ára samningi hjá Barcelona.

Stjórnarmenn Barcelona hafa neitað því að hafa lekið þessum upplýsingum en samningur Messi rennur út í sumar og gæti hann leitað á önnur mið eftir að hafa leikið allan sinn feril með Börsungum. Fjárhagsstaða Barcelona er ekki góð eftir slæmar fjárfestingar síðustu ár.

Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri þýska stórveldisins, Bayern München, segist hafa hlegið þegar hann heyrði af upphæðinni sem fylgir samningi Messi.

„Ég hló. Ég get bara óskað honum til hamingju," sagði Rummenigge að því er kemur fram á Marca.

Barcelona er í ömurlegum málum í Meistaradeildinni eftir 1-4 tap gegn PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner