Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 17. mars 2020 14:38
Magnús Már Einarsson
Yngri landsleikjum frestað - Verður milliriðlum aflýst?
Úr leik hjá U19 ára landsliði kvenna.
Úr leik hjá U19 ára landsliði kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur tilkynnt að öllum leikjum yngri landsliða sem voru fyrirhugaðir á næstunni hafi verið frestað vegna kórónuveirunnar.

U21 árs landslið karla átti leiki gegn Írlandi og Armeníu á útivelli en þeim leikjum hefur verið frestað.

Úrslitakeppni EM U21 landsliða karla verður færð á nýjar dagsetningar, sem verða tilkynntar síðar. Úrslitakeppnin átti að fara fram sumarið 2021 en nú er ljóst að EM A-landsliða fer fram þá.

U19 ára landslið karla og kvenna og U17 ára landslið kvenna voru á leið í milliriðla í þessum mánuði en þeim hefur verið frestað. Úrslitakeppnir í þessum aldurshópum áttu að fara fram í sumar en nú er mögulegt að keppnum verði aflýst.

„Milliriðlum U17 og U19 landsliða karla og kvenna, sem fara áttu fram á næstu vikum og mánuðum og hafði þegar verið frestað, verða fundnar nýjar dagsetningar eða þeim aflýst" segir á heimasíðu KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner