Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fös 17. mars 2023 17:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Endurkoma hjá Hodgson? - Orðinn líklegastur til að taka við Palace
Roy Hodgson gæti verið að snúa aftur til starfa hjá Crystal Palace ef marka má fréttaflutning The Athletic á Englandi. Patrick Vieira var látinn fara í morgun eftir rúmlega eitt og hálft tímabil í starfi.

Þar er fjallað um að Hodgson kom sterklega til greina í starfið. Annar líklegur kandídat sé Paddy McCarthy sem stýrir liðinu gegn Arsenal á sunnudag.

Hodgson stýrði liðinu á árunum 2017-2021 og í kjölfarið tók Vieira við. Hann er 75 ára gamall og er uppalinn hjá Palace. Þegar hann tók við síðast setti hann met, náði h að koma liði sem tapaði fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni í 11. sætið í lok tímabils. Ekkert annað lið hafði áður haldið sér uppi eftir að hafa tapað fyrstu sjö leikjum sínum á tímabilinu.

Á öðru tímabilinu jafnaði liðið met í sögu Palace í úrvalsdeildinni með því að ná í 49 stig. Hodgson ætlaði sér að stíga í burtu frá fótbolta en útilokaði þó ekkert. Hann sneri svo aftur í þjálfun í janúar fyrir rúmlega ári síðan og stýrði þá Watford út tímabilið, tók við af Claudio Ranieri en náði ekki að halda liðinu uppi.

Hodgson er sem stendur líklegasti kandídatinn í starfið hjá veðbönkum, McCarthy er næstur á eftir honum og svo koma Marcelo Bielsa, Ralph Hasenhuttl, Jesse Marsch og Lucien Favre.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner