fös 17. mars 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Martínez valdi Ronaldo í hópinn - „Horfi ekki í aldurinn"
Eftir leikinn gegn Marokkó
Eftir leikinn gegn Marokkó
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo er í portúgalska ladnsliðshópnum sem Roberto Martínez, nýr þjálfari liðsins, tilkynnti í dag. Framundan eru leikir gegn Liechtenstein og Luxemborg í undankeppni EM og var einhver umræða um hvort Ronaldo yrði í hónum.

Ronaldo er 38 ára og styttist í 200. landsleikinn. Hann er með 196 leiki spilaða sem stendur og ef hann spilar næstu þrjá leiki liðsins gæti hann spilað sinn 200. landsleik gegn Íslandi á Íslandi þann 20. júní. Í leikjunum 196 hefur hann skorað 118 mörk.

Martínez, sem þjálfaði áður lið Belgíu, tók við af Fernando Santos eftir HM. Eftir leik Portúgals gegn Marokkó yfirgaf Ronaldo völlinn í tárum.

„Ronaldo er mjög mikilvægur liðinu. Ég horfi ekki í aldurinn," sagði Martínez m.a. á fréttamannafundi í dag.

Ronaldo er í dag leikmaður Al Nassr í Sádí-Arabíu og hefur þar skorað átta mörk í níu leikum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner